Fréttasafn



9. júl. 2015 Starfsumhverfi

Niðurstöður kjarasamninga SA og iðnaðarmanna liggja fyrir 15. júlí nk.

Félagsmenn Samtaka iðnaðarins geta sótt aðstoð vegna útreikninga launabreytinga sem koma til ef samningar Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna verða samþykktir. Kjör iðnaðarmanna taka þá breytingum um næstu mánaðamót. 

Þann 22. júní sl. undurrituðu SA kjarasamninga við sex sambönd og félög iðnaðarmanna, þ.e. Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands, VM, MATVÍS, Grafía og Félag hársnyrtisveina. 

Samkvæmt samningum SA og iðnaðarmanna eiga niðurstöður atkvæðagreiðslna að liggja fyrir fimmtudaginn 15. júlí nk. Komi til samþykkta taka kjör iðnaðarmanna breytingum um næstu mánaðamót og er samningurinn afturvirkur frá 1. maí.  

Á heimasíðu SA undir flipanum Samningar 2015 eru að finna góðar leiðbeiningar vegna nýrra kjarasamninga, meðal annars reiknivél vegna launaþróunartryggingar. Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn sína til að nota eingöngu reiknivél SA við útreikninga á launabreytingum starfsmanna sinna. 

Starfsfólk SA verður til taks í sumar og veitir félagsmönnum SI aðstoð við útreikninga í síma 591-0000.