Fréttasafn



22. sep. 2016 Iðnaður og hugverk

Leikjaiðnaðurinn á Íslandi með meiri veltu en í Noregi

Í finnskri samantekt um leikjaiðnaðinn á Norðurlöndunum kemur fram að á Íslandi eru 20 fyrirtæki sem tilheyra þessum iðnaði og 500 starfsmenn. Veltan er 70 milljónir evra. Finnland er stærst í þessari atvinnugrein af löndunum fimm með 2,6 milljarða evru veltu, 280 fyrirtæki og 2.700 starfsmenn. Í Svíþjóð er veltan 1,2 milljarðar evra, 250 fyrirtæki og 3.700 starfsmenn. Í Danmörku er veltan 110 milljónir evra, 190 fyrirtæki og 720 starfsmenn og Noregur rekur lestina með 40 milljarða evru veltu, 60 fyrirtæki og 490 starfsmenn. Þegar mið er tekið af höfðatölu kemur í ljós að Ísland raðast á eftir Finnlandi með næstmesta veltu á íbúa.

Gögnunum var safnað fyrir skömmu af Samuli Syvähuoko hjá Sisu Game Ventures og KooPee Hiltunen hjá Neogames. Þeir setja þá fyrirvara að þar sem leikjaiðnaðurinn breytist hratt verði að horfa á þessar tölur sem stöðu á einum tímapunkti.

Hér má sjá samantektina:

https://drive.google.com/file/d/0B9myo3d0OqbhSnF3aU0tdHN6cTQ/view