Fréttasafn



2. des. 2016 Almennar fréttir

Stofna Félag fagkvenna í karllægum iðngreinum

Félag fagkvenna var stofnað síðastliðinn mánudag en tilgangur félagsins er að hvetja konur til að sækja nám og störf í því sem telst vera karllægar iðngreinar. Félagið er fyrir allar þær konur sem eru með sveinspróf, á námssamningi eða í námi sem telst vera í karllægri iðngrein. Félagið hyggst kynna margvísleg störf þeirra iðngreina sem eru í boði, búa til öflugt tengslanet, virkja fleiri konur og hvetja konur áfram í starfi sínu. Einnig áformar félagið að skoða hvaða þættir mættu fara betur til að gera vinnuumhverfið betra og meira aðlaðandi.

Á stofnfundinum sem haldinn var í IÐUNNI var kosin stjórn sem í eru: Guðný Helga Grímsdóttir, formaður og nemi í húsgagnasmíði, Svanbjörg Vilbergsdóttir, pípulagningameistari, Þóra Björt Samúelsdóttir, rafvirkjameistari, Margrét Arnarsdóttir, nemi í rafvirkjun, Þeba Björk Karlsdóttir, byggingastjóri, rafvirkja- og símsmíðameistari, og Eva Björk Sigurjónsdóttir, húsa- og húsgagnasmiður. Á myndinni eru þær konur sem mættu á stofnfundinn. 

Hægt er að skoða samþykktir félagsins.

Félag fagkvenna er á Facebook.