Fréttasafn



1. mar. 2017 Almennar fréttir Menntun

Sjónvarpsþáttur um Boxið á RÚV

Boxið - framkvæmdakeppni framhaldskólanna fór fram í nóvember síðastliðnum og í gærkvöldi var frumsýndur þáttur um keppnina á RÚV. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Keppendur þurfa að geta unnið hratt og vel að sameiginlegu markmiði og sýna fram á ákveðið hug- og verkvit auk þess sem liðsheild skiptir miklu máli. Það voru átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum sem kepptu. Þrautirnar útbúa fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna Háskólans í Reykjavík. Keppnin fór fram í HR. Fyrirtækin sem lögðu þrautir fyrir nemendurnar eru CCP, ÍAV, Marel, Matís, ORF Líftækni, Orkuvirki, Trefjar og Verkís.

Framleiðandi þáttarins er Sagafilm.

Á vef RÚV má horfa á þáttinn.