Fréttasafn



22. mar. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Ný íbúðatalning SI og spá

Í nýrri íbúðatalningu Samtaka iðnaðarins kemur fram að samdráttur er í byggingu íbúða í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum eru byggingarframkvæmdir frekar að taka við sér. Í Reykjavík eru færri íbúðir í byggingu nú en í síðustu talningu sem framkvæmd var í september síðastliðnum. Í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ er verið að byggja fleiri íbúðir nú en í september. Í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi eru færri íbúðir í byggingu núna. Á höfuðborgarsvæðinu eru núna 3.255 íbúðir í byggingu sem er 297 íbúðum fleiri en í september eða um 10% aukning. Aukningin kemur frá nágrannasveitarfélögunum en byggingamagnið dregst saman í Reykjavík.

Hér má nálgast frekari gögn um talninguna og spánna:

Talning SI á höfuðborgarsvæðinu og spá til 2020.

Kort með talningunni og spánni.

Kastljós. 

Morgunblaðið.

Í bítið.

Kjarninn.

Viðskiptablaðið.