Fréttasafn



16. nóv. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Ný gátt Mannvirkjastofnunar kynnt á fundi SAMARK

Á fundi Samtaka arkitektastofa, SAMARK, í dag var fjallað um rafræna stjórnsýslu í tengslum við byggingarleyfisumsóknir. Helgi Már Halldórsson, formaður SAMARK, setti fundinn. Jón Guðmundsson, fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun (MVS), var gestur fundar og  fór yfir svokallaða Byggingargátt Mannvirkjastofnunar sem nú er verið að þróa og áætla að hefja notkun á um næstu áramót. Með gáttinni ætti að vera hægt að veita mun betri upplýsingar um stöðu mannvirkjagerðar hér á landi, allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar. Byggingagáttin mun tengjast við ýmsa aðila. Mikilvægust eru sveitarfélögin sem eru veitendur byggingarleyfa en auk þess verða tengingar við t.d. Þjóðskrá Íslands og tryggingafélög.

Á fundinum sagði Jón frá heimsókn og fundum með byggingaryfirvöldum í bænum Vantaa í Finnlandi en þar rafræn byggingastjórnsýsla komin langt. Fundargestum var bent á skoðunarlista sem eru nú þegar á vef MVS og verða partur af Byggingargáttinni. Skoðunarhandbækur eru ekki umfangsmiklar og eru hluti byggingarreglugerðar en skoðunarlistar ekki. Þeim er því  hægt að breyta auðveldlega án flókinna formsatriða.

Á fundinum var rætt um þátttöku sveitarfélaga og opinberra aðila og vilja þeirra til að vinna sín mál í gegnum gáttina. Það kom fram að mikilvægt væri að fá alla með í þessa vinnu og að Mannvirkjastofnun væri jákvæð þegar kemur að þátttöku þessara aðila. 

Fundur-16-11-2017