Fréttasafn



22. jan. 2018 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Ný reglugerð nær til allra sem skrá upplýsingar um einstaklinga

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ný reglugerð um persónuvernd sem taka á gildi í Evrópusambandinu 25. maí næstkomandi eigi ekki bara við þá sem safna miklu magni persónuupplýsinga og geyma á rafrænu formi heldur einnig þau fyrirtæki sem skrá með reglubundnum hætti upplýsingar. Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður, ræðir við Elfi Logadóttur, lögfræðing, sem bendir á að jafnvel kladdi á hárgreiðslustofu þar sem fært er inn með reglubundnum hætti hvaða daga viðskiptavinir komu á stofuna og hvaða vörur og þjónustu þeir fengu falli undir lög um persónuvernd. „Reglugerðin tekur til allra sem snerta á upplýsingum um einstaklinga. Huga þarf að því hvaða upplýsingum er eðlilegt að safna, hver hefur aðgang að þeim og bæði hvernig og eftir hve langan tíma þessum gögnum er eytt.“

Elfur-LogadottirElfur er meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnu sem Samtök upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) í samstarf við Samtök iðnaðarins efna til á fimmtudaginn kl. 8.30-12.00 á Hilton Nordica Reykjavík undir heitinu Tækni og persónuvernd. Meðal ræðumanna verður forstöðumaður persónuverndar hjá eBay í Bretlandi.

Í umfjölluninni kemur fram að ströng viðurlög séu við því að brjóta ákvæði nýju Evrópureglugerðarinnar en fyrir alvarlegustu aðila um allt að 2-4% af veltu samstæðunnar sem í hlut á eða 10-20 milljónir evra, eftir því hvor talan er hærri. 

Morgunblaðið, 22. janúar 2018.