Fréttasafn



7. maí 2018 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Ný stjórn Hafsins

Ný stjórn Hafsins var kosin á aðalfundi fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru aðilar að Hafinu sem hefur það að markmiði að skapa samstarfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, opinbera aðila og rannsóknarstofnanir til þróunar á tækni, löggjöf og hverju því sem stuðlar að verndun og sjálfbærri umgengni um hafið. Hafið var stofnsett á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu 31. október 2014 af 14 fyrirtækjum stofnunum og samtökum fyrirtækja sem láta sig málefni hafsins varða. 

Á myndinni er stjórn Hafsins ásamt framkvæmdstjóra: Svavar Svavarsson hjá HB Granda, Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Guðrún Pétursdóttir hjá Háskóla Íslands, Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Klöppum, Ellý Katrín Guðmundsdóttir hjá Reykjavíkurborg, Jóhann Sigurjónsson hjá utanríkisráðuneytinu,  og Sigríður Ragna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Hafsins. Á myndina vantar Huga Ólafsson hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.