Fréttasafn



23. ágú. 2016 Almennar fréttir Nýsköpun

Nýir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs

Tækniþróunarsjóður kynnti breytingar á styrkjaflokkum og umsóknarferli á vel sóttum fundi SI í Húsi atvinnulífsins í morgun. Umsóknarfrestur til að sækja um styrki er til 15. september kl. 16.00. Tækniþróunarsjóður er nú með fimm flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ, Sproti, Vöxtur, Sprettur og Markaðsstyrkur. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna. Einnig eru í boði styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna innan háskóla og rannsóknastofnanna og gjarnan í samstarfi við fyrirtæki og einkaleyfastyrkir.

Hér má lesa nánar um styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs:

https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/stutt-yfirlit-styrkjaflokka/