Fréttasafn



30. ágú. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Nýr formaður SUT

Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins, var kosin formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í vikunni. SUT er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins sem vinnur að hagsmunamálum íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja.

Ásamt Valgerði sitja í stjórn SUT Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft, Ólafur Örn Nielsen, Kolibri, Tryggvi Hjaltason, CCP, Þorvarður Sveinsson, Sýn, og Gunnar Zoega, Origo.