Fréttasafn



8. jún. 2018 Almennar fréttir Nýsköpun

Nýsköpun grunnskólanemenda verðlaunuð

Yfir 1.200 hugmyndir frá 38 skólum víðs vegar af landinu bárust í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) sem haldin var í 28. skiptið en um er að ræða keppni fyrir 5.-7. bekk grunnskólanna. Dómnefnd valdi 26 hugmyndir sem 40 nemendur standa að baki í sérstaka vinnusmiðju sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík. Veitt voru viðurkenningar í fjölmörgum flokkum. Á vef NKG er hægt að skoða hverjir voru sigurvegarar í mismunandi vinningsflokkum. 

Viðstaddir viðurkenningarathöfnina voru meðal annars Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI og Snæbjörn Lillendahl, verkefnastjóri Microbit.

Hér er hægt að skoða fleiri myndir frá viðurkenningarathöfninni.

Hér er hægt að skoða myndir frá vinnustofu nemendanna sem forseti Ísland heimsótti.

A124335

A124310

A124348

A124313

A124228

A124242

A124097

A124197