Fréttasafn



29. maí 2017 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Óskað eftir tilnefningum fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Hægt er að senda tilnefningar fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir 12. september næstkomandi en verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 12. október þeim fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem að þessu sinni er helgaður loftslagsmálum.

Tilnefningar er hægt að senda með tölvupósti á sa@sa.is merkt: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað. Dómnefnd velur úr tilnefningum.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Nánar á vef SA.