Fréttasafn



18. nóv. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Óskum eftir viðskiptastjóra á sviði rafiðnaðar og mannvirkjagerðar

Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Sviðið starfar fyrir fjölmörg fyrirtæki en hlutverk viðskiptastjóra er að vera tengiliður einstakra fyrirtækja og hópa og vinna að framgangi hagsmunamála þeirra.

Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að efla íslenskan iðnað með samkeppnishæfni að leiðarljósi, því öflugur iðnaður leiðir til aukinnar verðmætasköpunar og góðs lífs. Þrjú meginsvið samtakanna eru mannvirki, framleiðsla og hugverk. Samtök iðnaðarins leggja mesta áherslu á fjóra meginþætti: menntun, nýsköpun, innviði og starfsumhverfi, en saman mynda þeir undirstöður öflugs atvinnulífs og skipta því miklu máli fyrir iðnað á Íslandi og þar með samfélagið allt.

Viðskiptastjóri á sviði rafiðnaðar og mannvirkjagerðar

Starfssvið 

  • Tengiliður og viðskiptastjóri fyrirtækja og starfsgreinahópa   SART – Samtaka rafverktaka 
  • Tengiliður og viðskiptastjóri fyrirtækja og starfsgreinahópa    í mannvirkjagerð 
  • Þróun og mótun starfsumhverfis fyrirtækja og öðrum    hagsmunamálum 
  • Samskipti við hagsmunahópa og opinbera aðila

Menntun og hæfni 

  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af verkefnastjórnun 
  • Brennandi áhugi á málefnum rafiðnaðar    og mannvirkjagerðar 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað viðhorf 
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum 
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember næstkomandi. Hér er hægt að senda inn umsókn sem fylgja þarf starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, sími 824 6130, netfang johanna@si.is.

Í Samtökum iðnaðarins eru 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda um allt land. Fjölbreytni einkennir starfsemi samtakanna enda eru fyrirtækin og félögin af ýmsum stærðum og gerðum. 

Atvinnuauglysingnov2017