Fréttasafn



28. mar. 2018 Almennar fréttir Menntun

Ráðherra vill auka samvinnu við atvinnulífið um menntun

„Ég vil bæta árangur okkar í verk-, iðn- og tækninámi og auka samvinnu við atvinnulífið. Um 20% þeirra sem fara í iðnnám fá ekki samning og eru í óvissu um sitt nám, það er ólíðandi. Í skýrslu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að mun fleiri sækja tækninám í Þýskalandi en á Íslandi. Við verðum að huga betur að fjölbreytninni.“ Þetta segir mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, í viðtali í Fréttablaðinu um helgina. 

Lilja-AlfredsdottirHún segist jafnframt vilja að við stöndum okkur betur í alþjóðlegum samanburði. „Ég vil sjá brotthvarfið minnka. Ég vil sjá háskólastigið eflast. Ég vil þjóðarsátt um menntun á Íslandi. Ég vil meiri stuðning við kennarana okkar. Ég vil að öll börn njóti menntunar. Börnum af erlendum uppruna vegnar ekki jafn vel og innfæddum. Þau mega ekki vera jaðarsett og þar skortir bæði námsefni og aðstoð. Ég hef einfaldlega þá staðföstu trú að ef við einblínum ekki og fjárfestum í menntun þá munum við dragast verulega aftur úr í öllum skilningi. Menntun er gríðarlegt hreyfiafl, við höfum tækifærin í hendi til að gera betur. En við þurfum öll að vinna að þessu saman.“

Á Vísi er hægt að lesa viðtalið við ráðherrann í heild sinni.