Fréttasafn



20. apr. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Samkeppni um þjóðlega rétti úr íslensku hráefni

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efna til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti sem gætu ratað á matseðla veitingastaða hringinn í kringum landið. Hægt er að senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir, í gömlum eða nýjum búningi en miðað er við að þjóðlegir réttir spretti upp úr íslensku hráefni. Sérstaklega verður tekið tillit til þess ef saga á bak við réttinn fylgir með.

Valdir verða 15 réttir úr innsendum hugmyndum og mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram réttina fyrir dómnefnd. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í kringum landið velja einn af þeim 15 réttum sem komast í undanúrslit á matseðil sinn í sumar.

Hægt er að senda inn hugmyndir til 1.mai næstkomandi. 

Nánar um samkeppnina á www.mataraudur.is

Okkarveg-FB-mail-stillflyer--1-