Fréttasafn



20. okt. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Samstarf atvinnulífs og háskólasamfélags til umræðu

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, átti í gærmorgun fund með rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, aðstoðarrektor vísinda og Sigurði M. Garðarssyni, forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs. 

Á fundinum kynnti rektor stefnu HÍ 2016-2021, fjármögnun og árangur markvissrar uppbyggingar vísindastarfs sem hefur fært skólann ofar á alþjóðlegum listum. Rætt var um samstarf atvinnulífs og háskólasamfélagsins, meðal annars um nýsköpun, brú milli atvinnulífs og vísinda sem gjarnan er nefnd tækniyfirfærsla, hvernig fjölga mætti verk- og raungreinamenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og fræðslu til almennings um vísindi.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda.