Fréttasafn



2. júl. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Samtök arkitektastofa á Norðurlöndum funda

Árlegur fundur samtaka arkitektastofa á Norðurlöndunum var haldinn fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sóttu fundinn fyrir hönd SAMARK. Þá sóttu fundinn fulltrúar samtaka arkitektastofa frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Á fundinum var rætt um fagleg málefni greinarinnar og áskoranir í hverju landi, sér í lagi áskoranir í virðiskeðjunni og virði arkitektúrs. Aðalerindi fundarins „Architects and European legislation/trends” hélt Ian Pritchard, Secretary General hjá Architects‘ Council of Europe (ACE). Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Ian Pritchard, sem er lengst til hægri, og við hlið hans er Lene Espersen, framkvæmdastjóri dönsku arkitektasamtakanna en hún var áður viðskipta- og efnahagsráðherra Danmerkur. 

Img_1954Peter Andreas Sattrup, Head of Sustainability hjá Danske Arkitektvirksomheder.  

Img_1957Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK. 

Img_1959Fulltrúar norrænna arkitektasamtaka.