Fréttasafn



17. ágú. 2018 Almennar fréttir

Samtök iðnaðarins auglýsa eftir viðskiptastjórum

Samtök iðnaðarins auglýsa eftir þremur viðskiptastjórum. Leitað er að metnaðarfullum, kraftmiklum og skipulögðum einstaklingum til að taka þátt í öflugu starfi samtakanna. Viðskiptastjórar eru tengiliðir fyrirtækja og hópa Samtaka iðnaðarins og þurfa því að búa yfir jákvæðni og afar góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið og starfsumhverfið er fjölbreytt og lifandi og bíður upp á mikil tækifæri.

Á vef Capacent er hægt að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst næstkomandi. 

Starfssvið

  • Vinna að þróun og mótun starfsumhverfis fyrirtækja og aðildarfélaga.
  • Móta áherslur í samvinnu við félagsmenn.
  • Tengiliður fyrirtækja og starfsgreinahópa.
  • Samskipti við hagsmunaaðila og opinbera aðila.
  • Almenn umsýsla með málefnum og fundum, sem og þjónusta við félagsmenn.
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við aðra starfsmenn.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og skilningur á íslensku atvinnulífi.
  • Færni í verkefnastjórnun og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla sem nýtist í starfi, s.s. af matvælaiðnaði, gæða-, umhverfis- eða orkumálum er kostur.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað viðhorf.
  • Sveigjanleiki, hæfni til að forgangsraða og sinna mörgum verkefnum í einu.
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.