Fréttasafn



30. ágú. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Samtök norrænna málm- og véltæknifyrirtækja funda

Árlegur fundur fastanefndar samtaka málms- og véltæknifyrirtækja á Norðurlöndunum fór fram fyrir skömmu í Lappeenranta í austur Finnlandi. Þar voru samankomnir stjórnendur og starfsmenn systursamtaka SI á Norðurlöndunum. Fulltrúar SI á fundinum voru Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, og Guðlaugur Þór Pálsson, formaður Málms – samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.

Fundurinn er mikilvægur þáttur í að styrkja tengsl landanna og veita innsýn í stöðu fyrirtækja í starfsgreininni á Norðurlöndunum. Á fundinum var m.a. kynning frá Juha_Matti Saksa, rektor við Lappeenranta University of Technology, um samstarf á milli háskólans og iðnaðarins og hverju það hefur skilað.

Á myndinni fyrir ofan má sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, og Guðrúnu Birnu Jörgensen, viðskiptastjóra á framleiðslusviði SI. Á myndunum fyrir neðan má sjá fulltrúa hinna Norðurlandanna. 

Finnland-2-2018

Finnland-3-2018

Finnland-4-2018

Finnland-5-2018