Fréttasafn



14. des. 2016 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Seðlabankinn lækkar vexti í 5%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum í atvinnulífinu kallað eftir lækkun vaxta eins og sjá má á viðtali við Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra SI, í Markaðnum í síðustu viku.

Meginvextir Seðlabankans sem eru vextir á sjö daga bundnum innlánum verða 5% eftir lækkunina. Í skýringu nefndarinnar segir að þjóðhagsreikningar fyrstu níu mánuði ársins sýni meiri hagvöxt en Seðlabankinn spáði í nóvember. Vöxtur þjóðarútgjalda var svipaður og spáð var en samsetning hans var önnur. Atvinnuvegafjárfesting jókst meira en einkaneysla minna. Vöxtur útflutnings var einnig meiri en spáð hafði verið og munar þar fyrst og fremst um kröftugan þjónustuútflutning en metafgangur var á viðskiptajöfnuði á þriðja fjórðungi ársins. 

Nánar á vef Seðlabankans.