Fréttasafn



7. des. 2017 Almennar fréttir

SI boðar til fundar um breytingar á persónuverndarlögum

Er þitt fyrirtæki undirbúið fyrir breytingar á persónuverndarlögum? er yfirskrift fundar sem Samtök iðnaðarins boða til fyrir félagsmenn þriðjudaginn 12. desember kl. 8.30 – 10.00 í Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

Dagskrá

  • Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI - kynnir niðurstöður könnunar SI á meðal félagsmanna um persónuvernd.
  • Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur og CIPP/E hjá Nýherja – Starfsmannafræðsla er lykilatriði við innleiðingu GDPR. Hálft ár er liðið síðan innleiðing á nýrri persónuverndarreglugerð hófst af fullum krafti hjá Nýherja. Ákveðið var að fjárfesta í þekkingu starfsmanna, þ.m.t. almennri fræðslu fyrir alla starfsmenn sem hefur reynst fyrirtækinu vel í innleiðingarferlinu. Farið verður yfir helstu vandræði sem fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir og það sem vel hefur farið. Sérstök áhersla verður síðan lögð á mikilvægi starfsmannafræðslu í innleiðingarferlinu.
  • Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri ferla og öryggis hjá Sensa – Ný persónuverndarlög – og hvað svo? Gróflega verður varpað ljósi á nýju persónuverndarlögin og hvernig þau birtast fyrirtæki eins og Sensa sem er í hýsingar- og rekstrarþjónustu. Hvernig staðið var að undirbúningi, nálgun og helstu áskoranir.
Bein útsending er frá fundinum á Facebook.

Auglysing-fundur-12-12-2017