Fréttasafn



30. ágú. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

SI vilja ganga lengra í breytingu á mannvirkjalögum

Í umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 160/2010 um mannvirki kemur fram að samtökin fagni að mestu þeim breytingum sem fram koma þó að í ýmsum greinum hefði mátt ganga lengra. Breytingarnar taka til ábyrgðaryfirlýsinga iðnmeistara og leyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda. 

Samtökin lýsa yfir vonbrigðum sínum með að ekki sé tekið á fleiri atriðum við endurskoðun laganna. Þá er tiltekið að samtökunum hafi verið lofað árið 2013 þegar vinnuhópur á vegum SI kynnti fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Mannvirkjastofnun brýn atriði sem þyrfti að laga í lögunum að þegar opnað yrði fyrir breytingar yrðu þessi mál skoðuð í heild sinni. Í umsögninni eru upplistuð þau atriði sem samtökin telja að taka þurfi til skoðunar. Samtökin vonast til að tekið verði jákvætt í ábendingarnar og sem flestar þeirra rati í frumvarpið áður en það verði lagt fyrir Alþingi. 

Hér má nálgast umsögnina.