Fréttasafn



5. maí 2017 Almennar fréttir Menntun

Styrkir til starfsnáms í Svíþjóð

Rannís hefur auglýst styrki til starfsnáms í Svíþjóð þar sem umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi. Styrkir verða veittir:

  • til framhaldsmenntunar eftir lokapróf í verknámsskóla eða sambærilega menntun
  • til undirbúnings kennslu í verknámsskólum eða til framhaldsnáms verknámsskólakennara
  • til ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er í boði á Íslandi

Heildarstyrkupphæð er um 1,2 milljónir króna eða 100.000 kr. sænskar, sem skiptist á milli þeirra sem sækja um og taldir eru styrkhæfir.

Fyrirhugað nám verður að flokkast sem starfsnám í Svíþjóð. Nánari upplýsingar hjá Myndigheten för yrkeshögskolan.

Nánari um styrkina á vef Rannís.