Fréttasafn



26. okt. 2016 Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Tæknin í einum munnbita

X Hugvit stendur fyrir opnum fundi í Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ, á morgun 27. október kl. 16.30-17.30. Tæknin í einum munnbita er yfirskrift fundarins þar sem fjallað verður um hvað þau íslensku fyrirtæki sem skarað hafa fram úr á alþjóðlegum markaði hafa gert og hvað hægt er að læra af þeim. 

 

Dagskrá: 
Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, ásamt Ragnheiði H. Magnúsdóttur, viðskiptastjóra og Skúla Sigurðssyni, yfirmanni vörustjórnunar, fjalla um hvernig Marel hefur náð að vaxa úr sprota í alþjóðlegt fyrirtæki með hugviti og nýsköpun og hvernig við getum áfram búið til betra umhverfi og forsendur til þess að nauðsynleg þekking og skapandi hugsun sé til staðar.

Viðburðurinn er á Facebook.