Fréttasafn



9. feb. 2016 Iðnaður og hugverk

Tæknistiginn – endurspeglaði hugverkalandið Ísland

Utmessunni var settur upp Tæknistiginn, samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Icleandic startup og Utmessunnar. Í stiganum voru 20 tæknifyrirtæki með áhugaverðar lausnir, m.a. það nýjasta í sýndarveruleika, öpp sem kenna börnum að forrita og hvetja til lestur og helstu nýjungar í líftækni svo fátt eitt sé nefnt.  

Tæknistiginn var  skemmtileg viðbót við þau fjölmörgu áhugaverðu UT fyrirtæki sem sýndu lausnir sínar á þessari uppskeruhátíð iðnaðarins.

Tæknistiginn er táknrænn fyrir þær hugmyndir sem eiga rætur sínar að rekja til Íslands. Hann sýnir samvinnu nýrra fyrirtækja og þeirra sem lengra eru komnir. Samstöðu um breytt Ísland sem þessi fyrirtæki þurfa til að ná markmiðum sínum hér á landi sem og erlendis. Síðast en ekki síst táknar stiginn tækifærin sem hátækniiðnaður er að skapa þvert á annan iðnaði fyrir almenning í landinu.

Kynntu þér áhugaverðar upplýsingar um UT iðnaðinn á Íslandi á www.taeknistiginn.is

Fyrirtækin í tæknistiganum voru: 
Aldin Dynamics, Algalíf, CCP, Fjölblendi, Gracipe, Karolinafund, Kúla 3D, Literalstreetart, Locatify,
Pinkiceland, Plain Vanilla, Radiant Games, Regla, Strimillinn, Studycake, Vizido, Meniga, Kass og Lumenox.

Viðtal við Almar Guðmundsson í fréttum Stöðvar 2