Opnað fyrir tilnefningar fyrir Vaxtarsprotann - 12 apr. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Vaxtarsprotann sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

Mauk úr vannýttu grænmeti sigrar í Ecotrophelia keppninni - 11 apr. 17 Almennar fréttir Nýsköpun Framleiðsla

Mauk sem er marinering framleidd úr vannnýttu grænmeti sigraði í keppninni Ecotrophelia Ísland 2017 þar sem keppt var í nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Fundur um endurgreiðslur - 28 mar. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

SI og Rannís standa fyrir kynningarfundi um endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar á morgun þriðjudaginn 28. mars kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins.

Fjaðrandi bátasæti Safe Seat sigraði Gulleggið 2017 - 13 mar. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Viðskiptahugmyndin Safe Seat, sem er fjaðrandi bátasæti sem verndar hryggsúluna í erfiðu sjólagi, sigraði Gulleggið 2017, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups.

Nýsköpun er lykilorðið - 10 mar. 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun

Ragnheiður H. Magnúsdóttir, viðskiptastjóri hjá Marel, flutti framsögu fyrir umræður um samskipti og gögn.

Formlegt samstarf til að efla samfélag sprotafyrirtækja - 28 feb. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Lykilaðilar í stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja á Norðurlöndunum komu saman á fundi í Kaupmannahöfn í síðustu viku og skrifuðu undir stefnulýsingu sem rammar inn áður óformlegt samstarf. 

Íslenskt álfarartæki afhjúpað á Nýsköpunarmóti Álklasans - 22 feb. 17 Almennar fréttir Nýsköpun Framleiðsla

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið á morgun 23. febrúar kl. 14.00-16.00 í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Árangur kynntur á Nýsköpunarmóti Álklasans - 16 feb. 17 Almennar fréttir Nýsköpun Framleiðsla

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið á fimmtudaginn í næstu viku 23. febrúar kl. 14.00 - 16.30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. 

Solid Clouds fyrst til að fá frádrátt fyrir erlendan sérfræðing - 15 feb. 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun Efnahags- og starfsskilyrði

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds er fyrsta félagið sem fær staðfestingu á að erlendur sérfræðingur á þess vegum fær frádrátt frá tekjuskatti.

Ráðstefna um markaðsmál sprota- og nýsköpunarfyrirtækja - 7 feb. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Ráðstefna með yfirskriftinni „Þetta selur sig bara sjálft!“ verður haldin næstkomandi þriðjudag í Háskólanum í Reykjavík. 

Íslenska ánægjuvogin afhent í dag - 2 feb. 17 Nýsköpun

Í dag, 2. febrúar, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2016 kynntar og er þetta átjánda árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.

Fjölmennur fundur SI með fulltrúum Tækniþróunarsjóðs - 24 jan. 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun

Fullt var út að dyrum á kynningarfundi sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir ásamt fulltrúum Tækniþróunarsjóðs um styrkjaform sjóðsins og umsóknaferli.

Kynningarfundur með fulltrúum Tækniþróunarsjóðs - 18 jan. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi með fulltrúum Tækniþróunarsjóðs næstkomandi mánudag 23. janúar.

Fjölmennur fundur Samtaka sprotafyrirtækja - 13 jan. 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun

Fjölmennt var á aðalfundi Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, sem haldinn var í gær í Innovation House á Eiðistorgi. 

Fundur SSP um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja - 9 jan. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, fer fram fimmtudaginn næstkomandi 12. janúar kl. 14.30-16.30 í Innovation House á Eiðistorgi. 

Aðgengi almennings til þátttöku í nýjum fyrirtækjum er ábótavant - 4 jan. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Í Morgunblaðinu í dag er umfjöllun um þátttöku almennings í nýsköpun í atvinnulífinu. Þar kemur fram í máli Davíðs Lúðvíkssonar, forstöðumanns stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, að mjög margir einstaklingar hafi áhuga á að taka þátt í nýsköpun í atvinnulífinu en aðgengi þeirra að þátttöku sé ábótavant.

Frumbjörg stendur fyrir nýsköpunardögum - 3 jan. 17 Hugverk Nýsköpun

Frumbjörg, frumkvöðlasetur Sjálfsbjargar, stendur fyrir nýsköpunardögum 6.-7. janúar. 

Bæta á fjármögnun sprotafyrirtækja - 20 des. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Í nýrri skýrslu KPMG sem unnin er að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins koma fram tillögur að úrbótum í fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja.

Yfir 40 fulltrúar frá Íslandi á Slush í Helsinki - 29 nóv. 16 Hugverk Nýsköpun

Yfir 40 frumkvöðlar, fjárfestar og fjölmiðlar frá Íslandi ætla að fara á Slush tækni- og sprotaráðstefnu sem haldin er í Helsinki í Finnlandi.

Þrjú íslensk tæknifyrirtæki fá alþjóðlega viðurkenningu - 18 nóv. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Fyrirtækin App Dynamic, CrankWheel og Florealis fengu viðurkenningar á Fast 50 - Rising Star viðburðinum sem haldinn var í Turninum í Kópavogi um helgina. 

107 milljóna evra samningur fyrir nýsköpun íslenskra fyrirtækja - 11 nóv. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Arion banki og European Investment Fund hafa undirritað 107 milljóna evra samning vegna lána til nýsköpunar.

Tæknin í einum munnbita - 26 okt. 16 Hugverk Nýsköpun

X Hugvit stendur fyrir opnum fundi í Marel á morgun með yfirskriftinni Tæknin í einum munnbita.

Nýsköpun er drifkraftur verðmætasköpunar - 24 okt. 16 Nýsköpun

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar SI, skrifar um mikilvægi þess að nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

Nýjar afurðir verða til úr íslenskum gulrófum - 20 okt. 16 Nýsköpun Framleiðsla

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður, stýrði verkefni þar sem íslenskar gulrófur eru notaðar í nýjar afurðir sem stefnt er að setja á neytendamarkað á næsta ári. 

Kjósum gott líf – fundur í Hörpu - 3 okt. 16 Almennar fréttir Mannvirki Nýsköpun Menntun og mannauður Umhverfis- og orkumál Efnahags- og starfsskilyrði

Samtök iðnaðarins bjóða til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 4. október kl. 8.30-10.00 með forystufólki stjórnmálaflokkanna.

Slush Play í Reykjavík og Helsinki - 5 sep. 16 Hugverk Nýsköpun

Slush Play verður í Reykjavík í lok september og í Helsinki í lok nóvember.

Skráningar í Fast 50 & Rising Star eru hafnar - 2 sep. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Fast 50 & Rising Star er alþjóðlegur fjárfesta- og kynningarviðburður fyrir frumkvöðla, sprota og tæknifyrirtæki í örum vexti sem Deloitte stendur fyrir. Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar Fast 50 & Rising Star ásamt FKA, Íslandsbanka og NMÍ.

Nýjar tæknilausnir fyrir eldri borgara og fatlaða - 24 ágú. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Samtök iðnaðarins og Reykjavíkurborg stóðu fyrir stefnumóti frumkvöðla, fyrirtækja og aðila á velferðarsviði. 

Nýir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs - 23 ágú. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Tækniþróunarsjóður kynnti breytingar á styrkjaflokkum og umsóknarferli. 

Samtok_idnadarins_-_Borgartun_35

Ísland aftur í 13. sæti í nýsköpun - 16 ágú. 16 Almennar fréttir Nýsköpun

Nýsköpunarmælikvarðinn Global Innovation Index 2016 hefur verið birtur og kemur í ljós að Ísland er í 13. sæti yfir þau ríki sem standa fremst í nýsköpun. 

Bætt umgjörð nýsköpunar - 20 jún. 16 Hugverk Nýsköpun

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, hrós­ar stjórn­völd­um og Alþingi fyr­ir að hafa náð að koma breyt­ing­um fyrir nýsköpunarfyrirtæki í gegn fyr­ir þing­hlé og að þær séu nauðsynleg­ar til að halda í við þróun og harða sam­keppni frá nærliggjandi lönd­um.

Nýsköpunarfrumvarp samþykkt á Alþingi - 3 jún. 16 Nýsköpun

Samtök iðnaðarins fagna því að nýsköpunarfrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gær.

Vaxtarsproti ársins er Eimverk - 1 jún. 16 Hugverk Nýsköpun

Sprotafyrirtækið Eimverk ehf. hefur verið valið Vaxtarsprotinn 2016 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári.

Mikilvægur stuðningur við íslenskt nýsköpunarumhverfi - 13 apr. 16 Hugverk Mannvirki Nýsköpun

Samtök iðnaðarins hafa ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar til að þau nái að dafna vel og vaxa hratt.

Úthlutun Tækniþróunarsjóðs desember 2015 - 16 des. 15 Nýsköpun

Tækniþróunarsjóður úthlutaði í gær styrkjum til verkefna tæplega 50 aðila. Um er að ræða frumherjastyrki, verkefnastyrki og markaðsstyrki.

Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði leyst úr læðingi - 19 ágú. 15 Nýsköpun

Ný framtíðarsýn og áhersluverkefni voru rædd á góðum fundi Samtaka iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangs (HSV) með ráðherra, fulltrúum ráðuneyta og fyrirtækja í húsakynnum Orf Líftækni sl. fimmtudag. Fundinn sátu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fulltrúar iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, forsætisráðuneytis, fulltrúar SI og stjórn HSV.

Viltu sigra heiminn? - 8 júl. 15 Nýsköpun

Deloitte á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlega átakinu Technology Fast 50 sem keyrt hefur verið í yfir 20 ár hjá um 30 aðildarfyrirtækjum Deloitte á alþjóðavísu. Átakið snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili.

Álklasinn formlega stofnaður - 1 júl. 15 Nýsköpun

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. mánudag. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015 - 7 maí 15 Nýsköpun

Fyrirtækið Kvikna ehf. hlaut í dag Vaxtarsprotann 2015 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Sölutekjur fyrirtækisins jukust úr tæplega 124 m.kr í rúmlega 209 m.kr. eða um 69%. Á sama tíma hefur starfsmannafjöldinn vaxið úr 12 í 15 og útflutningur nemur yfir 90% af veltu. 

Vaxtarsprotinn 2015 afhentur á fimmtudag - 4 maí 15 Nýsköpun

Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram fimmtudaginn 7. maí á Kaffi Flóru í Grasagarðinum Laugardal kl. 8:30.  Léttur morgunverður og ljúfir tónar í byrjun fundar.    

Una skincare hlýtur viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun - 4 maí 15 Nýsköpun

Á ársfundi Íslandsstofu í síðustu viku hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).

Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands - 9 apr. 15 Nýsköpun

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.

Áhugi fyrirtækja á stefnu Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar - 15 jan. 15 Nýsköpun

Samtök iðnaðarins efndu til kynningarfundar með Rannís um nýja stefnumótun stjórnar Tækniþróunarsjóðs og endurnýjun laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Næsti umsóknarfrestur Tækniþróunarsjóðs er 15. febrúar nk. En eftir harða varnarbaráttu SI og Hátækni- og sprotavettvangs gegn niðurskurðaráformum hefur ríkisstjórnin ákveðið að hækka aftur framlög til sjóðsins á þessu ári. 

Rannis-nýtt

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki í vinnustaðanámssjóð - 8 jan. 15 Nýsköpun

Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar.

Nýsköpun á nýju ári - 7 jan. 15 Nýsköpun

"Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella." Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI fjallar um mikilvægi nýsköpunar í Fréttablaðinu í dag.