Fréttasafn



23. nóv. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Þarf að byggja enn fleiri íbúðir

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá vísbendingum um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum og að það muni sérstaklega koma fram í smærri íbúðum. Í fréttinni segir að spár geri ráð fyrir að íbúum á hverja íbúð haldi áfram að fækka á höfuðborgarsvæðinu á næsta áratug.

Rætt er við Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), sem segir „það blasa við að vegna þessarar þróunar muni þurfa að byggja enn fleiri íbúðir en ella“. Hann segir jafnframt að þetta eigi þátt í uppsafnaðri þörf fyrir íbúðir á næstu árum. Samkvæmt nýlegri talningu SI verða um 800 færri íbúðir byggðar á höfuðborgarsvæðinu 2017-20 en samtökin áætluðu áður.

Morgunblaðið, 23. nóvember 2017.