Fréttasafn



22. jún. 2018 Almennar fréttir Menntun

Þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs

Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir í grein sinni sem birt er í Fréttablaðinu í dag. 

Hún segir að þau ánægjulegu tíðindi hafi borist í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám hafi aukist um þriðjung en í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Guðrún segir í greininni að þetta sé ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opni margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda sé eftirspurnin mikil. Þá kemur fram í greininni að Samtök iðnaðarins hafi sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030.

Hér er hægt að lesa grein Guðrúnar í heild sinni.