Fréttasafn



14. mar. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Þekktir arkitektar á HönnunarMars

Arkitektafélag Íslands, SAMARK, Listaháskóli Íslands, Hönnunarmiðstöð og Samtök iðnaðarins bjóða til morgunhugleiðingar um arkitektúr í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 16. mars kl. 9.00-10.30. Margir góðir gestir eru komnir til Íslands í tilefni af HönnunarMars, meðal þeirra eru hinir kunnu arkitektar Rami Bebawi , Rahel Belatchew  og  Reiulf Ramstad, sem ætla að deila hugleiðingum sínum um áherslur og innblástur í starfi sínu sem arkitektar. Að loknum erindum gefst viðstöddum tækifæri til að taka þátt í umræðum. Fundarstjóri er Anna María Bogadóttir, arkitekt FAÍ.

Rieulf Ramstad hjá RRA, stofnandi samnefndrar arkitektastofu í Osló, hefur hlotið lof fyrir djarfan en látlausan arkitektúr með sterka tengingu við skandinavíska menningu og landslag. www.reiulframstadarchitects.com

Rahel Belatchew, stofnandi stofunnar Belatchew Arkitektar, er vel þekkt fyrir umhverfisvænar lausnir og næma fagurfræði í verkum sínum. Í tilraunastúdíói sínu, Belatchew Labs, leitar hún lausna við áskorunum nútímaborga. belatchew.com

Rami Bebawi er stofnandi arkitektúrstofunnar KANVA í Montreal. Þverfagleg nálgun og skörp framtíðarsýn hefur aflað honum fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. www.kanva.ca

Anna María Bogadóttir er arkitekt og menningarfræðingur. Hún er meðstofnandi ÚRBANISTAN rannsóknar og hönnunarstofu og aðjúnkt í arkitektúr við Listaháskóla íslands. 

Bodskort_auglysing