Fréttasafn



21. nóv. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Þróun fasteignaverðs stór óvissuþáttur í þróun verðbólgu

Kaflaskil í verðbólguþróun er yfirskrift fréttar Morgunblaðsins í dag þar sem meðal annars er rætt við Ingólf Bender, aðalhagfræðing Samtaka iðnaðarins. Hann segir að þróun fasteignaverðs sé stór óvissuþáttur í þróun verðbólgu á næsta ári en í fréttinni segir að vísbendingar séu um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hafi verið drifkraftur verðbólgu og án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. 

Ingólfur segir jafnframt að minni vöxtur eftirspurnar og aukið framboð eigi þátt í að hægt hafi á hækkun íbúðaverðs. Í blaðinu kemur fram að Landsbankinn spái því að húsnæðisverð hækki um 19,3% í ár, um 7,3% á næsta ári og um 4,4% 2019. 

Morgunblaðið, 21. nóvember 2017.