Fréttasafn



12. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Um 250 spjaldtölvur til nemenda frá SART og RSÍ

Samtök rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsamband Íslands, RSÍ, afhenda nú í haust nemendum sem eru að hefja nám í raf- og rafeindavirkjun spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar eru ætlaðar fyrir nemendur til að nota við námið. Um er að ræða um það bil 250 spjaldtölvur sem verða afhentar. 

Myndirnar eru teknar við afhendingu á spjaldtölvunum til nemenda í rafiðnaði við Fjölbrautarskóla Suðurnesja og til nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við afhendinguna var kynnt ókeypis Rafbók sem er rafrænt bókasafn með öllum fagtengdu námsefni rafiðnaðarins auk þess sem rætt var um öryggismál og sýnt stutt myndband um hættumörk rafstraums. 

Reykjavik

SudurnesNemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. 

Akranes2Nemendur í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi.