Fréttasafn



31. mar. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Ungu fólki ýtt frá höfuðborgarsvæðinu?

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, var með erindi á málþingi Íbúðalánasjóðs og Byggingavettvangs í gær um hagkvæmni í íbúðabyggingum. Í máli Almars kom meðal annars fram mikilvægi þess að húsnæðisþörf ungs fólks verði mætt með hagkvæmum hætti. Það bendir allt til þess að það fari hækkandi hlutfall einstaklinga á aldrinum 25-34 ára sem búa hjá foreldrum sínum. Sú áhersla sem er á þéttingu byggða passar illa við þá miklu undirliggjandi þörf sem er á íbúðarmarkaðnum og vinnur því þétting byggðar gegn markmiðum um lægra byggingaverð, meira framboð og þar með lægra verð. Almar spurði hvort verið væri að hrekja fyrstu íbúðarkaupendur út af höfuðborgarsvæðinu þar sem fleiri finna sér húsnæði í nágrannasveitarfélögum. Hann lagði áherslu á að fjölbreytni væri mikilvæg til að mæta mismunandi þörfum en núna eru fjölmargir hópar fólks sem fá ekki húsnæði við hæfi.

Hér má nálgast erindi Almars.

Umfjöllun:

mbl.is

RÚV

Viðskiptablað