Fréttasafn



27. jan. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Verklegar framkvæmdir í útboði fyrir 90,5 milljarða á þessu ári

Útboðsþing var haldið í dag fyrir fullu húsi á Grand Hótel Reykjavík en á fundinum fékkst gott yfirlit yfir helstu útboð opinberra aðila á verklegum framkvæmdum. Fundarstjóri var Gylfi Gíslason en á þinginu kynntu tíu framkvæmdaaðilar hins opinbera áformaðar framkvæmdir á þessu ári fyrir 90,5 milljarða króna. Það er áþekkt heildarútboðsmagn og var á síðasta ári. Viðamestu framkvæmdirnar eru hjá Landsvirkjun fyrir rúma 20 milljarða króna og Vegagerðinni fyrir 19 milljarða króna. Þar á eftir koma framkvæmdir hjá Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir 11,3 milljarða króna og hjá Landsneti og Reykjavíkurborg fyrir 10 milljarða króna hvor aðili. Framkvæmdir hjá Framkvæmdasýsla ríkisins verða um 6,3 milljörðum krónum hærri í ár en á síðasta ári og hjá Reykjavíkurborg hækka framkvæmdirnar um 4,2 milljarða króna milli ára. Í fyrra bauð ISAVIA út framkvæmdir fyrir rúmlega 10 milljarða króna og áformað er annað eins á næsta ári því er upphæðin einungis 1,3 milljarðar króna þetta árið.  

  • Reykjavíkurborg – 14,2 milljarðar króna
  • OR Veitur – 7 milljarðar króna
  • Orka náttúrunnar – 3,1 milljarður króna
  • Landsvirkjun – 20,1 milljarður króna
  • Landsnet – 10 milljarðar króna
  • Framkvæmdasýsla ríkisins – 11,3 milljarðar króna
  • Faxaflóahafnir – 2,2 milljarðar króna
  • Kópavogsbær – 2,3 milljarðar króna
  • ISAVIA – 1,3 milljarðar króna
  • Vegagerðin – 19 milljarðar króna

 

DAGSKRÁ

Reykjavíkurborg - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Veitur  - Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri
Orka náttúrunnar - Bjarni Már Júlíusson, forstöðumaður tækniþróunar
Landsvirkjun - Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs
Landsvirkjun - Guðmundur Björnsson, deildarstjóri tæknideildar Orkusvið
Landsnet - Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs
Framkvæmdasýsla ríkisins - Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri
FaxaflóahafnirGísli Gíslason, hafnarstjóri
Kópavogsbær - Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
ISAVIA - Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýslu
VegagerðinMagnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs

Myndir frá fundinum á Facebook.