Fréttasafn



2. des. 2016 Almennar fréttir

Vatnsnotkun íslenskra fyrirtækja 71% af heildarvatnsnotkun

Vatnsnotkun íslenskra fyrirtækja var um 198 milljónir rúmmetra á síðasta ári eða 71% af heildarvatnsnotkun. Vatnsnotkun alls var um 280 milljónir rúmmetra en var 275 milljónir rúmmetra árið á undan, þar af var 92,8% af neysluvatni fengið úr grunnvatni en 6,8% voru yfirborðsvatn. Hæstu notkunartölur eru hjá fyrirtækjum í fiskeldi og jarðvarmavirkjunum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Það er Veðurstofa Íslands sem safnar gögnum um vatnsnotkun frá öllum þekktum vatnsveitum og fyrirtækjum með einkaveitur. Heildarúrkoma á landinu á síðasta ári var 174.485 milljónir rúmmetra og segir á vef Hagstofunnar að meðalúrkoma á Íslandi sé ein sú mesta í Evrópu.