Fréttasafn



23. feb. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Vel sótt Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans fór fram fyrir fullum sal í gær í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík. Fjölmörg framsöguerindi voru flutt og boðið var upp á örkynningar bæði fyrirtækja og nemenda. Fundarstjóri var Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Að erindunum loknum voru hvatningarverðlaun veitt fjórum nemum á háskólastigi.

Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn. 

_S4I9685Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, var fundarstjóri mótsins.

_S4I9811Ruth Elfarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.

_S4I9939Bryndís Skúladóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Bjarni Már Gylfason.

_S4I9679Pétur Blöndal og Bryndís Skúladóttir.