Fréttasafn



11. mar. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Verk og vit mikilvæg sýning bæði fyrir fagaðila og almenning

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði við opnun sýningarinnar Verk og vit í Laugardalshöll að mannvirkjageirinn hafi sótt í sig veðrið á undanförnum árum og að iðnaðurinn væri sveigjanlegur. Hann sagði að þrátt fyrir að nú séu talsverð umsvif vanti talsvert upp á að ná fyrri hæðum, til marks um það væri að á síðasta ári hafi um 12 þúsund manns verið starfandi við mannvirkjagerð en voru um 16 þúsund á árinu 2008.

Sigurður sagði að 90% af tíma okkar verjum við innanhúss sem væri framleiðsla mannvirkjageirans og þess utan værum við að verja tíma í umferðinni sem mannvirkjageirinn reisir einnig. Þetta sagði hann undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar fyrir okkar daglega líf. Þá sagði hann nýsköpun mikilvæga því breytingar væru örar og við gerðum auknar kröfur um gæði og meiri vellíðan innandyra. Auk þess sem nýjar kynslóðir hafi aðrar þarfir en eldri kynslóðirnar.

Í lokaorðum Sigurðar kom fram að sýningin Verk og vit væri mikilvæg fyrir fagaðila til að kynnast nýjungum í greininni og blása mönnum andann í brjóst. Þá væri sýningin ekki síður mikilvæg til að kynna iðnaðinn og fyrirtækin sem starfa við iðnina fyrir almenningi.

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir frá sýningunni Verk og vit.

_D4M8169

_D4M7797

_D4M7671