Fréttasafn



11. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Verkís fundar um sundhöllina Holmen

Sundhöllin Holmen - Bygging ársins í Noregi 2017 er yfirskrift fundar sem Verkís heldur næstkomandi miðvikudag kl. 8.30-11.15. Á fundinum verða fluttir fyrirlestrar um hina ýmsu þætti verksins auk þess sem gestum stendur til boða að virða bygginguna fyrir sér í sýndarveruleika. Sundhöllin var hönnuð af Verkís verkfræðistofu og ARKÍS arkitektum og hlutu þau viðurkenningu fyrir sundhöllina þegar hún var valin bygging ársins 2017 af Samtökum atvinnulífsins í Noregi, NHO. Umhverfisvæn orka er í lykilhlutverki en nærri helmingur orkunnar sem notuð er við rekstur Holmen er aflað á lóð hennar, meðal annars með varmadælum. 

Auk þess sem Holmen var valin bygging ársins 2017 í Noregi var byggingin tilnefnd til norsku Varmadæluverðlaunanna 2018 og valin eitt af fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Sundhöllin er talin leggja ný viðmið um hönnun sundhalla í Noregi hvað varðar orkunotkun og vistvæna hönnun. 

Nánar um fundinn á vef Verkís.