Fréttasafn



15. mar. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Verkís og Arkís fá viðurkenningu fyrir byggingu í Noregi

Verkís og Arkís arkitektar sem eru aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins hlutu viðurkenningu fyrir sundhöllina Holmen í Asker í Noregi sem var valin bygging ársins 2017 af Samtökum atvinnulífsins í Noregi, NHO,

Verkís er heildarráðgjafi verkefnisins en Arkís arkitektar hafa séð um alla arkitektahönnun. Verkefninu var stýrt af OP-Verkis í Osló.

Sundhöllin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu Asker sem er byggjandi að þessu verkefni. Lagði bærinn til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við ströndina sem enn var til umráða og nýtur sundhöllin nálægðar við ströndina í beinum tengslum við Osló fjörðinn.

Á vef Verkís er hægt að lesa nánar um viðurkenninguna.