Fréttasafn



16. nóv. 2017 Almennar fréttir Menntun

Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað gagnvart iðn- og starfsnámi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað gagnvart iðn- og starfsnámi og að eitt af fyrstu verkum nýs þings sé að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. 

Sigurður segir í grein sinni að um árabil hafi ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hafi ekki dugað til. „Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016.“

Í niðurlagi greinar sinnar segir Sigurður að viðhorfsbreytingin þurfi að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. „Það þarf að auka veg þess og virðingu.“

Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni.