Fréttasafn



8. júl. 2015 Nýsköpun

Viltu sigra heiminn?

Deloitte á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlega átakinu Technology Fast 50 sem keyrt hefur verið í yfir 20 ár hjá um 30 aðildarfyrirtækjum Deloitte á alþjóðavísu. Átakið snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili.

Slíkur listi verður hér eftir birtur árlega að hausti á sérstökum viðburði Deloitte á Íslandi þar sem jafnframt eru veitt tvenn svokölluð Rising Star verðlaun, í samstarfi við Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) og Samtök iðnaðarins (SI). Þau fyrirtæki sem taka þátt í Fast 50 hafa tök á að komast á sambærilega evrópska og alþjóðlega lista, EMEA 500 og Global 100, sem fá mikla athygli fjárfesta.

Átakið skapar íslenskum tæknifyrirtækjum þannig sérstakan vettvang til vekja athygli fjárfesta og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um heiminn á vexti og vaxtarmöguleikum sínum. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og þátttökuskilyrðin eru bæði fá og einföld, þar sem hvorki er gerð um viðskipti við Deloitte né félagsaðild hjá FKA eða SI.

Komdu og sigraðu heiminn með okkur – skráðu þig á www.fast50.is .