Fréttasafn



4. jún. 2018 Almennar fréttir Nýsköpun

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 7. júní næstkomandi í Petersen svítunni í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Fundurinn hefst kl. 15 og stendur til kl. 17. Meðal þeirra sem flytja erindi verður Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Oculis á Íslandi, en fyrirtækið hlaut fyrir skömmu viðurkenningu Verðlaunasjóðs iðnaðarins. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Dagskrá 

  • Ávarp - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra
  • Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs og nýtt áhrifamat
  • Oculis, frá örlitlum sprota yfir í fremstu röð augnlyfjaþróunar á alþjóðamarkaði - Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Oculis á Íslandi
  • Reynslusögur úr Kísildalnum - Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar Google Assistant

Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, stýrir fundinum.