Fréttasafn



4. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Vorhátíð GERT

Samtök iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir vorhátíð GERT í vikunni en skammstöfunin stendur fyrir grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni. Framtíðarumhverfi grunnskólans var yfirskrift fundarins og voru fluttu nokkur erindi auk þess sem GERT verkefni fyrir veturinn 2018/2019 voru kynnt. Það var Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, sem stýrði hátíðinni.

Hátíðin fór fram í HR og meðal þeirra sem fluttu erindi voru Auður Sigurðardóttir sem sagði frá GERT verkefninu í Garðaskóla, Anna María Þorkelsdóttir sagði frá Snillismiðjunni í Hólabrekkuskóla og Snæbjörn Lilliendahl kynnti Microbit verkefnið. 

Boðið var upp á léttar veitingar að fundi loknum. 

Vorhátíð GERT var einnig haldin á Akureyri. Hér er hægt að lesa um hana.

Mynd6_1525438263865

Mynd7_1525437778495

Mynd33


Mynd4_1525438083999