Fréttasafn



23. maí 2017 Almennar fréttir Menntun

Yfir 1100 hugmyndir frá 34 skólum í nýsköpunarkeppni

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2017, NGK, var haldin í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Samtök iðnaðarins eru meðal bakhjarla NGK en um er að ræða keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna sem var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og var því haldin í 27. sinn núna. 

NGK2Yfir 1.100 hugmyndir frá 34 skólum víðs vegar af landinu bárust að þessu sinni. Dómnefnd valdi 25 hugmyndir sem 34 nemendur standa að baki en þessir nemendur komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi. Allir sem tóku þátt í keppninni fengu Microbit smátölvur sem er ætlað að vekja áhuga barna á forritun og forritunarvinnu sem reynir ekki aðeins á rökhugsun, heldur einnig hugmyndaauðgi, skapandi hugsun og lausnamiðaða nálgun verkefna.

Á vef NGK er hægt að lesa um öll úrslit keppninnar.