Gæðastjórnun, stjórnun og rekstur

Markviss stjórnun leiðir til bættrar afkomu. Þess vegna teljum við brýnt að sem flestir tileinki sér aðferða- og hugmyndafræði gæðastjórnunar og aðstoðum félagsmenn við að taka fyrstu skrefin til að byggja upp gæðakerfi.

Markviss stjórnun leiðir til bættrar afkomu. Þess vegna teljum við brýnt að sem flestir tileinki sér aðferða- og hugmyndafræði gæðastjórnunar og aðstoðum félagsmenn við að taka fyrstu skrefin til að byggja upp gæðakerfi.

GSI- gæðakerfi og skráavistun:

  • Hjá Samtökum iðnaðarins standa til boða gögn og aðstoð við að koma á gæðastjórnun
  • Verktakar, meistarar og byggingastjórar geta, gegn vægu verði, leigt aðgang að miðlægu gæðakerfi GSI  þar sem þeir geta byggt upp eigið gæðakerfi og útbúið verkmöppur fyrir tiltekin verk.
  • Í GSI er einnig svæði fyrir skráavistun sem uppfylltir kröfur Mannvirkjastofnunar um skráningu á frammistöðu aðila.
  • Komið hefur verið á samstarfi við Mannvirkjastofnun og helstu opinberu verkkaupa landsins um innleiðingu gæðastjórnunar við verklegar framkvæmdir
  • Það má sjá stutta kynningu á gæðakerfinu hér á hljóðglæru
  • Sjá nánari skilgreiningar á gæðakerfinu og kröfum verkkaupa undir stoðgögn

Innskráning - GSI

Annað varðandi gæðastjórnun í boði SI:

  • Leiðbeiningar, tæki og tól fyrir stjórnun og rekstur
  • Félagsmönnum stendur til boða kostnaðarlíkanið Taxti sem er einfalt en öflugt tölvuforrit til að reikna vöruverð og útselda tíma út frá eigin forsendum
  • Við eigum aðild að Íslensku ánægjuvoginni sem mælir ánægju viðskiptavina á þjónustu tiltekinna fyrirtækja og starfsgreina
  • SI eiga aðild að Vottun hf. sem veitir fyrirtækjum þjónustu á sviði gæðakerfa
  • Framleiðslustjórnun í fremstu röð (World Class Manufacturing) er verkefni sem við vinnum að með hópi framleiðslustjóra úr aðildarfyrirtækjum okkar

Stefna SI í gæðastjórnun

Hvað er gæðastjórnun?


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.