Félag íslenskra gullsmiða

Markmið félagsins er að standa vörð um réttindi íslenskra gullsmiða, viðhalda menntun þeirra og stuðla að þróun og nýsköpun í greininni.

Félag íslenskra gullsmiða

Gullsmíði er löggilt iðngrein. Fagleg menntun íslenskra gullsmiða og metnaður þeirra í hönnun og smíði skartgripa, tækifærisgjafa og annarra hluta úr eðalmálmum, demöntum og íslenskum steinum er mikil gæðatrygging fyrir íslenska neytendur.

Félag íslenskra gullsmiða er fagfélag sem velflestir gullsmiðir landsins eru aðilar að. Markmið félagsins er að standa vörð um réttindi íslenskra gullsmiða, viðhalda menntun þeirra og stuðla að þróun og nýsköpun í greininni.

Meðal verkefna félagsins er að skerpa á gæðavitund almennings, efla nám og endurmenntun í greininni, eiga samskipti við erlenda starfsfélaga og standa fyrir kynningum, sýningum og vinnuskiptum. 

Vefsíða félagsins: www.gullsmidir.is

Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is.

Stjórn 2024

  • Arna Arnardóttir, formaður
  • Halla Bogadóttir
  • Hrannar Hallgrímsson
  • Kristinn Þór Ólafsson
  • Lilja Unnarsdóttir
  • Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir
  • Unnur Eir Björnsdóttir