Hugverk

Á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins starfa sérfræðingar sem þekkja vel tækni- og nýsköpunarumhverfið og fylgjast vel með því sem gerist á þeim vettvangi. Það bætist stöðugt í hóp fyrirtækja á þessu sviði enda löngu orðið ljóst mikilvægi þess að nýta hugvit í öllum atvinnugreinum til að auka verðamætasköpun og gæði.

Tækni- og hugverkafyrirtæki sem oft er flokkaður sem annar iðnaður afla í dag um 22% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Lausnir tækni- og hugverkaiðnaðarins eru til hagsbóta í öllum atvinnugreinum og auka verðmætasköpun og gæði. 

Hugverkráð SI

Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins var upphaflega sett á laggirnar þann 4. mars 2016. Hlutverk ráðsins felst aðallega í því að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki. Markmiðið er að efla samkeppnishæfni hugverka- og tæknifyrirtækja á Íslandi.

Starfsreglur HugverkaráðsTengdar fréttir

Heimsókn SI til Advania á Íslandi - Hugverk Almennar fréttir

Framkvæmdastjóri SI heimsótti í dag Advania á Íslandi.

Lesa meira

Fast 50 og Rising Star fyrir íslensk tæknifyrirtæki - Hugverk Almennar fréttir

Íslensk tæknifyrirtæki geta skráð sig í alþjóðlegu verkefnin Fast 50 og Rising Star sem fara fram í þriðja sinn hér á landi.

Lesa meira

Styrking krónunnar hefur áhrif á kvikmyndagerð á Íslandi - Hugverk Almennar fréttir

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um áhrif styrkingar krónunnar á kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur dregist saman í ár.

Lesa meira

Fréttasafn