Hugverk

Á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins starfa sérfræðingar sem þekkja vel tækni- og nýsköpunarumhverfið og fylgjast vel með því sem gerist á þeim vettvangi. Það bætist stöðugt í hóp fyrirtækja á þessu sviði enda löngu orðið ljóst mikilvægi þess að nýta hugvit í öllum atvinnugreinum til að auka verðamætasköpu og gæði.

Tækni- og hugverkafyrirtæki sem oft er flokkaður sem annar iðnaður afla í dag um 22% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Lausnir tækni- og hugverkaiðnaðarins eru til hagsbóta í öllum atvinnugreinum og auka verðmætasköpun og gæði. 

Hugverkráð SI

Hugverkaráð var upphaflega sett á laggirnar þann 4. mars, 2016. Hlutverk ráðsins felst aðallega í því að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki. Markmiðið er því að efla samkeppnishæfni hugverka- og tæknifyrirtækja á Íslandi.

Starfsreglur HugverkaráðsTengdar fréttir

15% fjölgun launþega í byggingariðnaði milli ára - Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Launþegum hefur fjölgað mikið á milli ára hjá launagreiðendum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. 

Lesa meira

SÍK telur að reglur hafi verið brotnar við úthlutun styrkja - Hugverk Almennar fréttir

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á styrk frá Kvikmyndasjóði og kallar eftir endurskoðun á verklagi.

Lesa meira

Ný stjórn Samtaka gagnavera - Hugverk Almennar fréttir

Ný stjórn Samtaka gagnavera (DCI) hefur tekið til starfa. 

Lesa meira

Fréttasafn