Alþjóðlegt samstarf
  • ESB-almenn-agu2007

Mesti stuðningur við aðild og evru síðan 2002

09.09.2007

Um 48% Íslendinga segjast hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en 33% eru andvígir. Þetta kemur fram í könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins. Þeir sem segjast hlynntir því að taka upp evru eru nú um 53% en voru 50% í febrúar.

Capacent Gallup gerir reglulega kannanir fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf landsmanna til Evrópumála. Sú síðasta í röðinni var gerð dagana 15. til 27. ágúst og liggja niðurstöður nú fyrir.

Evran og aðild að ESB njóta vaxandi stuðnings

Ekki eru miklar sviptingar frá könnun sem var gerð í febrúar á þessu ári en augljóst er að Íslendingar eru jákvæðir til þeirra þátta sem spurt er um. Þróunin virðist hæg og sígandi í þá átt að þeir sem eru hlynntir evru og aðild að ESB verða fleiri og fleiri.

Hér að neðan eru myndir sem sýna þróun undanfarinna ára þegar spurt er um evru og aðild að ESB.

2007-08_ESB-almenningur-adild-saga-vefur

2007-08_ESB-almenningur-evra-saga-vefur

Meirhluti í fjórum stærstu flokkunum fyrir aðildarviðræðum

Það er nokkuð merkilegt að meirihluti er fyrir því í fjórum stærstu stjórnmálaflokkunum að taka upp aðildarviðræður (gögn liggja ekki fyrir um stuðningsmenn annarra flokka eða framboða).

  • 63% stuðningsmanna Framsóknarflokksins, en 28% andvíg
  • 50% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, en 33% andvíg
  • 80% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, en 11% andvíg
  • 52% stuðningsmanna Vinstri grænna, en 36% andvíg

Það er því merkilegt að ekki skuli um það rætt í alvöru að undirbúa slíkar viðræður á stjórnarheimilinu. Það er ekki blöðum um það að fletta að meirhluti þeirra sem studdu ríkisstjórnarflokkana tvo til valda eru því hlynntir, sama gildir um meirihluta þeirra sem kosið hafa sitjandi þing. Er ekki rétt að ríkisstjórn og þing svari þessu kalli kjósenda sinna?

Könnunin í heild sinni (PDF snið)

Fleiri kannanir um Evrópumál

Jón Steindór ValdimarssonTil baka Senda greinÞetta vefsvæði byggir á Eplica