Alþjóðlegt samstarf
  • Fáni Evrópusambandsins

Meirihluti áfram andsnúinn aðild

06.03.2013

Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 58,5% séu andvígir aðild en 25,,1% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og komu fram í sambærilegri könnun sem unnin var árið 2012. Raunar er óveruleg breyting í viðhorfum almennings til aðildar frá árinu 2010. 

Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% er andvígur því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur.

Loks var spurt hvernig væri líklegast að þú myndir greiða atkvæði ef aðild að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði núna. Þá segjast 70% vera á móti aðild en 30% með.

Samtök iðnaðarins hafa kannað hug til aðildar að Evrópusambandinu reglulega frá árinu 2000. Nýju könnunina og eldri kannanir má finna hér
Til baka Senda greinÞetta vefsvæði byggir á Eplica