Efnahags- og starfsskilyrði

Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins í stóru sem smáu.

Áhersla er lögð á að bæta starfsskilyrði og samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja með umræðu á opinberum vettvangi. Áherslur í stjórn efnahags- og peningamála hafa mikil áhrif þar um og eru ofarlega á baugi hjá Samtökunum. Þá vinnum við að framgangi iðnaðarins alls staðar þar sem starfsskilyrði hans eru mótuð, m.a. í samvinnu við íslensk stjórnvöld og með erlendu samstarfi.

Nánar


  • Við reynum í vaxandi mæli að samræma hagsmunagæslu atvinnurekenda á sem flestum sviðum á vettvangi Samtaka atvinnulífsins, s.s efnahags-, skatta- og umhverfismálum
  • Stjórn efnahags- og peningamála mótar samkeppnisstöðu iðnaðarins hvað varðar vaxtastig, gengi og verðbólgu. Þess vegna fylgjumst við náið með þessum málum, greinum stöðuna og veitum stjórnvöldum virkt aðhald í stefnumótuninni
  • Leikreglur viðskiptalífsins verða til á Alþingi og hjá stjórnvöldum og er fylgt eftir af margvíslegum stofnunum. Við leggjum mikla áhersla á að eiga góða samvinnu við og hafa jákvæð áhrif á þessa aðila
  • Alþjóðlegir samningar og ákvarðanir, sem eru teknar á sameiginlegum vettvangi, hafa æ meiri áhrif á rekstrarskilyrði iðnaðarins. Þess vegna leggjum við áherslu á að efla þátttöku Íslands á þeim vettvangi
  • Lög og reglur eru nauðsynleg. Reglusetning keyrir hins vegar oft úr hófi. Við beitum okkur fyrir einföldun og grisjun laga og reglna, jafnframt því að svigrúm EES-reglna sé nýtt í þágu íslenskra hagsmuna
  • Skattar eru sígilt viðfangsefni. Við berjumst fyrir afnámi vörugjalda, að allar matvörur verði í neðra þrepi virðisaukaskattsins og að reglur um virðisaukaskatt hvetji ekki til ríkisvæðingar með mismunun einka- og opinberra aðila, t.d. á sviði upplýsingatækni


Tengdar fréttir

Búist við frekari styrkingu krónunnar - Almennar fréttir Efnahags- og starfsskilyrði

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar á gengi krónunnar. 

Lesa meira

Fagnar lækkun vaxta en hefði viljað sjá meiri lækkun - Almennar fréttir Efnahags- og starfsskilyrði

Í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, fagnar lækkun vaxta.

Lesa meira

Sterkt gengi krónunnar er skammgóður vermir - Almennar fréttir Efnahags- og starfsskilyrði

Í Morgunblaðinu um helgina er rætt við Bjarna Má Gylfason, hagfræðing SI, um gengi krónunnar í frétt sem Þóroddur Bjarnason, blaðamaður, skrifar með yfirskriftinni Gengisvísitalan ekki lægri síðan í júlí 2008.

Lesa meira

Fréttasafn