C-Vottun

c-gaedaC Vottun

Að lokinni D-vottun má meta hvort fyrirtæki stenst kröfur um C-vottun.
Uppfylli fyrirtæki ekki kröfurnar eru gerðar ráðstafanir til úrbóta og síðan er það metið að nýju.



c.1 Stefnumótun

Fyrir liggur skrifleg skilgreining á hlutverki og stefnu fyrirtækisins þar sem fram kemur afstaða þess til markaðarins, viðskiptavina og keppinauta. Ennfremur afstaða til starfsmanna og skipulag á þjálfun þeirra og endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækisins. Áætlun í gæðamálum er skilgreind svo og afstaða til laga og reglna er varða reksturinn. Markmiðslýsing fyrir sérhvern lið stefnunnar ásamt aðgerðaáætlun til að ná henni.

c.2 Framlegðarreikningar

Fastur kostnaður er skilgreindur og gerður kostnaðarútreikningur sem sýnir þá framlegð sem þarf til að standa undir honum tiltekin tímabil.
Framlegð allra tilboðsverka er reiknuð út og safnað í gagnagrunn.

c.3 Skjalavistunarkerfi

Í notkun er skjalavistunarkerfi þar sem hægt er með skjótum og öruggum hætti að finna allar upplýsingar um fyrri verk.

c.4 Tilboðs- og sölusamantekt

Aðgengileg tímasett samantekt liggur fyrir á fjölda og verðlagningu tilboða ásamt verksamningum.

c.5 Verkáætlanir

Í áætlunum eru tilgreind upphaf verkaefna og lok og vörðuð leið þar á milli. Ennfremur er skráð staða þeirra á hverjum tíma með hliðsjón af áætlun.

c.6 Samningar við birgja

Samningar við alla birgja liggja fyrir í skriflegu formi.

c.7 Öryggis- og heilbrigðisáætl.

Fyrir liggur öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir starfsemina, ásamt samskonar áætlun við tímabundna mannvirkjagerð sem fyrirtækið tekur að sér samkvæmt reglugerð þar um.

c.8 Aukaverk og breytingar samkvæmt IST 30

Aukaverk og breytingar eru meðhöndlaðar samkvæmt IST 30
Sjá greinar 14.1.1 / 14.4.1 /16 /20.11/ 24.1 / 24,2 / 24.3 / 24.4 / 31.2

c.9 Verkþáttarýni

Farið er kerfisbundið yfir samninga og hönnunargögn, veigamestu atriði verksins skilgreind á vinnslublöð eða gátlista og eftirfylgni á verktíma tryggð.

c.10 Skipurit verkefna utan fyrirtækisins

Við tímabundin verkefni utan fyrirtækisins liggur fyrir skipurit um hlutverk og stöðu stjórnenda og starfsmanna.